Flugherinn á Sri Lanka gerði í morgun árás á búðir Tamíltígra í austurhluta landsins.
Árásirnar, sem voru þær fyrstu síðan friðarviðræðum var hætt um helgina, miðuðu að því að stöðva endurteknar árásir Tamíltígra á búðir stjórnarhersins undanfarna daga.