Hisbollah-samtökin og Ísrael eiga í viðræðum um að skiptast á föngum. Fréttavefur BBC skýrir frá og segir að þetta hafi komið fram í sjónvarpsviðtali við leiðtoga Hisbollah í morgun.
Samkvæmt því eru viðræðurnar að undirlagi erindreka Sameinuðu þjóðanna. Enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá Ísraelum og ekki er vitað hvenær hugsanleg fangaskipti gætu átt sér stað.