Eiður Smári var í byrjunarliði Börsunga en skoraði ekki þegar þeir sigruðu Recreativo 3-0 í Barcelona í kvöld. Ronaldinho, Eiður Smári og Giuly voru í framvarðarlínunni því Leo Messi var meiddur og lék því ekki með.
Fyrsta markið skoraði González Vázquez úr vítaspyrnu á 26. mínútu, sem Eiður fékk dæmda eftir að markvörður Recreativo felldi hann fyrir miðju marki eftir sendingu frá Ronaldinho. Ronaldinho skoraði síðan annað mark Barcelona á 56. mínútu og Xavi gerði út um leikinn með þriðja markinu. EIðue Smári var tekinn út af í síðari hálfleik, hann hefur enn ekki höndlað gæfuna framan við markið á heimavelli Barcelona.
Barcelona tekur á móti erkifjendunum Chelsea heima í meistaradeildarleik á þriðjudaginn.