Vilja leyfa 30 grömm af maríjúana til einkaneyslu 27. október 2006 23:00 MYND/Reuters Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum. Það er 7. nóvember nk. sem íbúar í Nevada ganga að kjörborðinu og greita atkvæði um tillöguna sem felur í sér að leitt verði í lög að það varði ekki refsingu að eiga maríjúana til eigin neyslu upp á tæpum 30 grömmum. Hægt verður að kaupa það í sérstökum verslunum sem reknar verða af ríkinu. Salan verður skattlögð og skatttekjurnar lagðar til reksturs meðferðarheimila. Fram kemur á fréttavef CNN að stuðningsmenn tillögunnar telja að lögregla og dómstólar eyði of miklum tíma og peningum í að eltast við fólk sem hefur orðið sér úti um lítilræði af fíkniefnum og fyrir vikið sleppi glæpamenn sem hafi framið alvarlegri afbrot undan löngum armi laganna. Með því að leyfa maríjúana með skilyrðum og eftirliti verði þeir sem selji það nú atvinnulausir, eins og það er orðað, og þar með geti lögregla snúið sér að rannsókn alvarlegra ofbeldisglæpa og sölu og neyslu harðari efna. Alaska er eina ríkið þar sem það er refsilaust að eiga maríjúana til einkaneyslu. Nokkur ríki til viðbótar hafa sett væga refsingu við maríjúana eign teljist um lítilræði að tefla. 11 ríki leyfa notkun efnisins samkvæmt læknisráði, meðal annars vegna Alzheimers. Fyrir fjórum árum voru flestir kjósendur í Nevada andvígir tillögu um að leyfa fólki að eiga allt að 90 grömm af maríjúana til einkaneyslu. 86 þúsund kjósendur skráðu sig á lista til að fá það fram að nýja tillagan yrði lögð fyrir kjósendur. Skoðanakönnun frá því í haust sýni að 51% kjósenda voru þá andvígir tillögunni, 42% studdu hana og 7% kjósenda voru óvissir um hvernig þeir ætluðu að greiða atkvæði. Svipuð tillaga og er til umræðu í Nevalda nú verður innan tíðar lögð fyrir kjósendur í Colorado. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum. Það er 7. nóvember nk. sem íbúar í Nevada ganga að kjörborðinu og greita atkvæði um tillöguna sem felur í sér að leitt verði í lög að það varði ekki refsingu að eiga maríjúana til eigin neyslu upp á tæpum 30 grömmum. Hægt verður að kaupa það í sérstökum verslunum sem reknar verða af ríkinu. Salan verður skattlögð og skatttekjurnar lagðar til reksturs meðferðarheimila. Fram kemur á fréttavef CNN að stuðningsmenn tillögunnar telja að lögregla og dómstólar eyði of miklum tíma og peningum í að eltast við fólk sem hefur orðið sér úti um lítilræði af fíkniefnum og fyrir vikið sleppi glæpamenn sem hafi framið alvarlegri afbrot undan löngum armi laganna. Með því að leyfa maríjúana með skilyrðum og eftirliti verði þeir sem selji það nú atvinnulausir, eins og það er orðað, og þar með geti lögregla snúið sér að rannsókn alvarlegra ofbeldisglæpa og sölu og neyslu harðari efna. Alaska er eina ríkið þar sem það er refsilaust að eiga maríjúana til einkaneyslu. Nokkur ríki til viðbótar hafa sett væga refsingu við maríjúana eign teljist um lítilræði að tefla. 11 ríki leyfa notkun efnisins samkvæmt læknisráði, meðal annars vegna Alzheimers. Fyrir fjórum árum voru flestir kjósendur í Nevada andvígir tillögu um að leyfa fólki að eiga allt að 90 grömm af maríjúana til einkaneyslu. 86 þúsund kjósendur skráðu sig á lista til að fá það fram að nýja tillagan yrði lögð fyrir kjósendur. Skoðanakönnun frá því í haust sýni að 51% kjósenda voru þá andvígir tillögunni, 42% studdu hana og 7% kjósenda voru óvissir um hvernig þeir ætluðu að greiða atkvæði. Svipuð tillaga og er til umræðu í Nevalda nú verður innan tíðar lögð fyrir kjósendur í Colorado.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira