Viðskipti erlent

1,6 prósenta hagvöxtur vestanhafs

Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 1,6 prósent á þriðja ársfjórðungi og hefur ekki verið lægri í þrjú ár. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna er lækkunin að mestu tilkomin vegna lægðar á fasteignamarkaði á tímabilinu.

Hagvöxtur vestanhafs mældist 2,6 prósent á fjórðungnum á undan en minnstur var hann á fyrsta ársfjórðungi 2003 þegar hann mældist 1,2 prósent.

Greiningaraðilar segja búast almennt við að neysla eigi eftir að aukast á síðasta fjórðungi ársins vegna verðlækkunar á eldsneytisverði og spá 3 prósenta hagvexti á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×