Viðskipti erlent

Afkoma Aker Seafoods snýst við

Norska útgerðarfélagið Aker Seafoods skilaði 39 milljónum norska króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 401 milljóna íslenskra króna og nokkur viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári þegar félagið skilaði tapi upp á 8 milljónir norskra króna eða tæplega 82,5 milljóna íslenskra króna.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að tap fyrir skatta hafi numið 2 milljónum norskra króna eða 20,6 milljónum íslenskra króna á tímabilinu.

Þá nam hagnaður fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) 35 milljónum norskra króna eða 360,4 milljónum íslenskra króna samanborið við 25 milljónir norskra króna eða tæplega 257,5 milljónir íslenskra króna á sama tíma í fyrra.

Í tilkynningunni kemur fram að aukinn hagnaður sé að mestu tilkominn vegna hærra afurðaverðs og hagræðingar í rekstri. Þá er búist við góðri afkomu félagsins á árinu í heild og því næsta vegna aukinnar eftirspurnar eftir fiskmeti á mörkuðum í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×