Sex mótmælendur, sem köstuðu öllu lauslegu í átt að lögreglunni, og fjórir lögreglumenn, sem notuðu trékylfur til þess að dreifa mótmælendum, meiddust í átökunum.
Fyrr um daginn höfðu indverskar öryggissveitir skotið á og banað þremur grunuðum íslömskum öfgamönnum í bardaga sem tók alls þrjár klukkustundir. Talið er að háttsettur yfirmaður öfgahópsins hafi verið þar á meðal.