Átök héldu áfram milli stjórnarhersins á Sri Lanka og tamíltígra í nótt. Talsmaður sjóhersins segir að herinn hafi sökkt sjö varðskipum tamíltígra, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla á eyjunni, sem er við suðurodda Indlandsskagans. Ofbeldi hefur blossað upp undanfarið. Friðarviðræður eiga að fara fram í Genf í næstu viku en óttast er um framgang þeirra ef átök halda áfram.
Óttast um framgang friðarviðræðna
