Viðskipti erlent

Samdráttur hjá Nokia

Farsímar frá Nokia.
Farsímar frá Nokia. Mynd/AFP

Hagnaður finnska farsímaframleiðandans dróst saman á milli ára þrátt fyrir aukna sölu á ódýrum gerðum farsíma á nýmörkuðum í Asíu og Suður-Ameríku. Ástæðan eru verðlækkanir á flestum gerðum farsíma. Afkoman er undir væntingum greiningaraðila.

Hagnaður farsímaframleiðandans fyrir skatta á fjórðungnum nam 1,1 milljarði evra, rúmum 98 milljörðum íslenskra króna, sem er 6,55 milljörðum krónum minna en á sama tíma í fyrra. Greiningaraðilar reiknuðu hins vegar með um 1,3 milljarða evru eða 111,6 milljarða króna hagnaði.

Hins vegar nam velta Nokia um 10.100 milljörðum evra eða 867 milljörðum króna, sem er rúm 20 prósenta aukning á milli ára. Helsta ástæðan fyrir því er mikil aukning í sölu á ódýrum farsímum í Asíu og Suður-Ameríku. Þessi aukna sala varð til þess að markaðshlutdeild Nokia, sem var 34 prósent, jókst um 2 prósentustig á öðrum fjórðungi ársins. Búist er við að sú hlutdeild haldist út árið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×