Viðskipti erlent

Hagnaður Nasdaq jókst um 70 prósent

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Mynd/AFP
Hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq jókst um tæp 70 prósent á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 30,2 milljónum bandaríkjadala, um 2 milljörðum króna, en rekstrarár markaðarins einkenndist af kaupum í öðrum mörkuðum jafnt í Bandaríkjunum sem í Bretlandi og aukinni markaðshlutdeild.

Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn 16,4 milljónum dala, eða 1,1 milljarði íslenskra króna.

Þá námu tekjur Nasdaq um 402,9 milljónum dala eða rúmum 27,5 milljörðum króna, en það er 82 prósenta aukning á milli ára.

Þetta er nokkuð yfir væntingum greiningaraðila en þeir bjuggust við að tekjur myndu nema 394,1 milljón dala.

Nasdaq hefur yfirtók rekstur rafræna markaðarins INET á árinu og upplýsingaveitunnar PrimeZone Media Network á árinu auk þess að kaupa ráðandi hlut í Kauphöll Lundúna (LSE) í Bretlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×