Cecilia Stegö Chilò, fyrrverandi menningarmálaráðherra Svíþjóðar, ætlar að krefjast ráðherralauna í að minnsta kosti eitt ár, þrátt fyrir að hafa aðeins gegnt embættinu í tíu daga. Chilò sagði af sér ráðherradómi á mánudaginn eftir að uppvíst varð að hún hafði ekki greitt afnotagjöld árum saman. Launin fyrir þessa tíu daga gætu því numið um tíu milljónum íslenskra króna, eða milljón á dag. Fleiri ráðherrar í sænsku stjórninni liggja undir ámæli fyrir spillingu. Fjármálaráðherrann hefur viðurkennt að hafa greitt barnfóstru laun undir borðið og tekið er að hitna undir ráðherra innflytjendamála vegna ógreiddra afnotagjalda.
