Viðskipti erlent

Hagnaður Yahoo minnkar

Hagnaður bandaríska netfyrirtækisins Yahoo á þriðja fjórðungi ársins nam 159 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 10,9 milljarða íslenskra króna. Þetta er 38 prósenta samdráttur á milli ára og segja forsvarsmenn fyrirtækisins afkomuna óásættanlega.

Þrátt fyrir þetta jókst velta fyrirtækisins um 19 prósent á milli ára en þær námu 1,58 milljörðum dala, jafnvirði 108 milljörðum króna.

Aukin samkeppni og minni auglýsingatekjur eiga hlut að máli.

Terry Semel, stjórnarformaður og forstjóri Yahoo, segir afkomuna undir væntingum. Fyrirtækið sjái hins vegar ekki eftir því að misst myndskráavefinn YouTube í hendurnar á aðalkeppinautinum Google.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×