Bandaríkjaforseti staðfestir frumvarp um yfirheyrsluaðferðir 17. október 2006 17:09 George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í júní að skipan herréttar í málum fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu færi gegn bandarískum lögum og ekki síður alþjóðalögum. Undirbúningur lagafrumvarpsins hófst þá þegar. Talsmaður bandarískra stjórnvalda sagði í dag að undirbúningur vegna réttarhalda yfir föngum í Guantanamo-fangabúðunum myndi nú hefjast. Vonast er til að hægt verði að rétta innan tíðar yfir Khalid Sheikh Mohammed, sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Um leið og Bush Bandaríkjaforseti undirritaði lögin í dag sagði hann þetta eitt fárra skipta þar sem forseti Bandaríkjanna undirritaði lög, fullviss um það að þau myndu leiða til þess að mannslífum yrði bjargað. Hann sagði að yfirheyrslur bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, yfir grunuðum hryðjuverkamönnum hefðu reynst ómetanlega og ný löggjöf myndi staðfesta vinnuaðferðir CIA. Samkvæmt nýju lögunum eru yfirheyrsluaðferðir bannaðar ef þær geti talist stríðsglæpir. Bandaríkjaforseta er heimilt að ákveða hvaða aðrar yfirheyrsluaðferðir teljist leyfilegar. Fjölmargir fangar eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum. Eftir er að rétta yfir þeim öllum. Samkvæmt nýju lögunum verður þeim leyft að sjá einhver sönnunargögn sem liggi fyrir gegn þeim, en ekki öll. Mannréttindasamtök segja lögin ekki tryggja réttindi fanga. Varnarmálaráðuneytið bandaríska hefur ákært 10 fanga og undirbýr ákærur á hendur 65 til viðbótar. Að sögn bandarískra yfirvalda eru um 450 fangar í Guantanamo-fangabúðunum. Erlent Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í júní að skipan herréttar í málum fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu færi gegn bandarískum lögum og ekki síður alþjóðalögum. Undirbúningur lagafrumvarpsins hófst þá þegar. Talsmaður bandarískra stjórnvalda sagði í dag að undirbúningur vegna réttarhalda yfir föngum í Guantanamo-fangabúðunum myndi nú hefjast. Vonast er til að hægt verði að rétta innan tíðar yfir Khalid Sheikh Mohammed, sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Um leið og Bush Bandaríkjaforseti undirritaði lögin í dag sagði hann þetta eitt fárra skipta þar sem forseti Bandaríkjanna undirritaði lög, fullviss um það að þau myndu leiða til þess að mannslífum yrði bjargað. Hann sagði að yfirheyrslur bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, yfir grunuðum hryðjuverkamönnum hefðu reynst ómetanlega og ný löggjöf myndi staðfesta vinnuaðferðir CIA. Samkvæmt nýju lögunum eru yfirheyrsluaðferðir bannaðar ef þær geti talist stríðsglæpir. Bandaríkjaforseta er heimilt að ákveða hvaða aðrar yfirheyrsluaðferðir teljist leyfilegar. Fjölmargir fangar eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum. Eftir er að rétta yfir þeim öllum. Samkvæmt nýju lögunum verður þeim leyft að sjá einhver sönnunargögn sem liggi fyrir gegn þeim, en ekki öll. Mannréttindasamtök segja lögin ekki tryggja réttindi fanga. Varnarmálaráðuneytið bandaríska hefur ákært 10 fanga og undirbýr ákærur á hendur 65 til viðbótar. Að sögn bandarískra yfirvalda eru um 450 fangar í Guantanamo-fangabúðunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira