Þyrlur frá Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi eru nú við leit af lítilli flugvél sem hvarf á flugi yfir Eystrasalti. Flugmaður og tveir aðrir voru um borð á leið frá Berlín í Þýskalandi til Svíþjóðar.
Fram kemur á fréttavef Politiken að skip á svæðinu sem námu neyðarkall frá flugvélinni eru einnig notuð við leitina. Ekki er vitað hverrar þjóðar fólkið er sem var um borð í flugvélinni.