Viðskipti erlent

Býst við uppsögnum

Louis Gallois, nýráðinn forstjóri Airbus.
Louis Gallois, nýráðinn forstjóri Airbus. Mynd/AFP

Louis Gallois, sem tók við forstjórastóli evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus af Christian Streiff í gær, segir líkur á umfangsmiklum uppsögnum innan fyrirtækisins. Uppsagnirnar munu verða jafnt í Þýskalandi og í Frakklandi. Ekki er ljóst hvort einhverjar uppsagnir verði í Bretlandi en þar er hluti af A380 risaþotunni frá Airbus framleiddur.

Í gær var greint frá því að Streiff hefði látið af störfum sem forstjóri Airbus. Ósætti hafi verið á milli hans og stjórnar EADS, móðurfélags Airbus, en hann hafði farið fram á aukið fé til þróunar risaþotunnar til að flýta fyrir framleiðslu hennar.

En afhending risaþotunnar hefur frestast tvívegis vegna tafa í framleiðslu. Fyrirhugað var að afhenda Singapore Airlines fyrstu risaþoturnar nú undir árslok en ekki er útlit fyrir að það verði fyrr en í fyrsta lagi næsta haust og er afhendingin nú tveimur árum á eftir áætlun.

Gallois mun auk þess að vera forstjóri Airbus halda í starf sitt sem aðstoðarforstjóri EADS-samstæðunnar, móðurfélags Airbus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×