Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 6. október 2006 17:00 "Handritið, sem er í senn heildstætt og fjölbreytt, felur í sér ferðasögu og ástarsögu. Ljóðmælandinn er ung kona sem heldur austur á land á æskuslóðirnar til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Út er komin hjá Bjarti ljóðabókin Guðlausir menn - Hulgleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal. Ingunn hlaut á miðvikudaginn bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunssonar fyrir handrit að bókinni.Dómnefndin valdi handrit Ingunnar úr fjörutíuogníu innsendum handritum og Bjartur fagnar þessari viðurkenningu á verkum skáldsins. "Handritið, sem er í senn heildstætt og fjölbreytt, felur í sér ferðasögu og ástarsögu. Ljóðmælandinn er ung kona sem heldur austur á land á æskuslóðirnar til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Í ljóðunum birtast okkur myndir af æsku hennar og heimabyggð, ást og samkynhneigð, fjölskyldu, samfélagi og þjóðlífi. Höfuðviðfangsefnin, ást og dauði, eru sígild, en um leið eru ljóðin sprottin beint uppúr samtíð okkar þar sem fyrir augu ber umdeildar virkjanaframkvæmdir, réttindi samkynhneigðra og dægurmenningu, auk þess sem smáskilaboð símans verða hér að nýju ljóðformi. Stíll ljóðanna er tær og einfaldur, skáldið talar beint til hjartans, hlífir hvorki sér né öðrum og gefur lesandanum jöfnum höndum af sárri reynslu og ljúfri." Dómnefnd um verðlaunin skipuðu: Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur og formaður dómnefndar, Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur, og Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur. Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum, uppalin á Jökuldal og hefur búið á Spáni, Írlandi, í Kostaríku, Danmörku, veturlangt á Aran-eyjum út af vesturströnd Írlands og til skamms tíma í Mexíkó. Hún er menntuð í sveitaskólum, á heimavist á Eiðum, fjölbraut í Ármúla, HÍ og Kennaraháskólanum, þar sem hún var haldin námsleiða sem ól á vínhneigð hennar. Að námi loknu náði hún gleði sinni á ný og starfaði sem kennari, af hugsjón, í nokkur ár. Auk þess að kenna íslensku, ensku og dönsku hefur Ingunn verið landpóstur, ráðskona í vegagerð, bensíntittur, hliðbjálfi, grúppía, rolluljósmóðir, skúringakona, eldabuska á leikskóla, starfsmaður á dönskum spítala, í írskum súpermarkaði, mexíkönskum tungumálaskóla, íslenskri rækjuvinnslu og verið á síldarvertíð. Ingunn er alin upp í fimm systkina hópi og er miðbarnið (sem útskýrir margt fyrir þeim sem kunna hvar-í-systkina-röðinni-fræði). Hún er þó lítið gefin fyrir hópíþróttir. Ingunn er í meistaranámi í íslensku og hljóðfræði er henni hugfólgin. Ingunn hefur áður sent frá sér ljóðabókina Á heitu malbiki árið 1995. GUÐLAUSIR MENN - HUGLEIÐINGAR UM JÖKULVATN OG ÁST er fyrsta bók hennar sem kemur út hjá Bjarti. Lífið Menning Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Út er komin hjá Bjarti ljóðabókin Guðlausir menn - Hulgleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal. Ingunn hlaut á miðvikudaginn bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunssonar fyrir handrit að bókinni.Dómnefndin valdi handrit Ingunnar úr fjörutíuogníu innsendum handritum og Bjartur fagnar þessari viðurkenningu á verkum skáldsins. "Handritið, sem er í senn heildstætt og fjölbreytt, felur í sér ferðasögu og ástarsögu. Ljóðmælandinn er ung kona sem heldur austur á land á æskuslóðirnar til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Í ljóðunum birtast okkur myndir af æsku hennar og heimabyggð, ást og samkynhneigð, fjölskyldu, samfélagi og þjóðlífi. Höfuðviðfangsefnin, ást og dauði, eru sígild, en um leið eru ljóðin sprottin beint uppúr samtíð okkar þar sem fyrir augu ber umdeildar virkjanaframkvæmdir, réttindi samkynhneigðra og dægurmenningu, auk þess sem smáskilaboð símans verða hér að nýju ljóðformi. Stíll ljóðanna er tær og einfaldur, skáldið talar beint til hjartans, hlífir hvorki sér né öðrum og gefur lesandanum jöfnum höndum af sárri reynslu og ljúfri." Dómnefnd um verðlaunin skipuðu: Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur og formaður dómnefndar, Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur, og Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur. Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum, uppalin á Jökuldal og hefur búið á Spáni, Írlandi, í Kostaríku, Danmörku, veturlangt á Aran-eyjum út af vesturströnd Írlands og til skamms tíma í Mexíkó. Hún er menntuð í sveitaskólum, á heimavist á Eiðum, fjölbraut í Ármúla, HÍ og Kennaraháskólanum, þar sem hún var haldin námsleiða sem ól á vínhneigð hennar. Að námi loknu náði hún gleði sinni á ný og starfaði sem kennari, af hugsjón, í nokkur ár. Auk þess að kenna íslensku, ensku og dönsku hefur Ingunn verið landpóstur, ráðskona í vegagerð, bensíntittur, hliðbjálfi, grúppía, rolluljósmóðir, skúringakona, eldabuska á leikskóla, starfsmaður á dönskum spítala, í írskum súpermarkaði, mexíkönskum tungumálaskóla, íslenskri rækjuvinnslu og verið á síldarvertíð. Ingunn er alin upp í fimm systkina hópi og er miðbarnið (sem útskýrir margt fyrir þeim sem kunna hvar-í-systkina-röðinni-fræði). Hún er þó lítið gefin fyrir hópíþróttir. Ingunn er í meistaranámi í íslensku og hljóðfræði er henni hugfólgin. Ingunn hefur áður sent frá sér ljóðabókina Á heitu malbiki árið 1995. GUÐLAUSIR MENN - HUGLEIÐINGAR UM JÖKULVATN OG ÁST er fyrsta bók hennar sem kemur út hjá Bjarti.
Lífið Menning Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira