Foreldrar í Danmörku hafa skorið upp herör gegn sparnaðarráðstöfunum sveitarfélaga. Á morgun verður leikskólum, elliheimilum og skólum lokað um landið þvert og endilangt, í mótmælaskyni. Foreldrarnir ætla þó að sjá til þess að neyðarþjónusta verði til staðar á elliheimilum. Í stað kennslu verða skólarnir notaðir undir mótmælafundi foreldra, þar sem niðurskurður sveitarfélaganna verður til umræðu.
