Rýma þrufti bæði grunn- og framhaldsskóla í Bailey í Colarado í Bandaríkjunum þar sem karlmaður vopnaður byssu hóf skothríð fyrr í dag. Maðurinn segist hafa sprengju meðferðis og hefur í haldi tvo gísla.
Ekki er vitað hvort neinn hafi særst í árásinni en sprengjusveit lögreglunnar og sérsveitarmenn eru á staðnum. Um átta hundruð nemendur stunda nám í skólunum tveimur