Erlent

Rekinn úr starfi fyrir spillingu í Shanghai

Chen Liangyu.
Chen Liangyu. MYND/AP

Æðsti leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins í Shanghai hefur verið rekinn úr starfi fyrir spillingu. Frá þessu greinir kínverska ríkisfréttastofan og segir að maðurinn, Chen Liangyu, hafi misnotað eftirlaunasjóði borgarinnar.

Málið er eitt hið stærsta sem komið hefur upp í Shanghai síðan efnahagsumbætur hófust í Kína fyrir um þremur áratugum. Chen er gefið að sök að hafa veitt ólögleg lán og gert ýmsa ólöglega samninga við fyrirtæki fyrir á þriðja tug milljarða íslenskra króna. Chen hefur einnig verið rekinn úr æðsta ráði Kommúnistaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×