Erlent

23 létust í lestarslysi

Nú er vitað að 23 týndu lífi í lestarslysi í Þýskalandi í gær. Lest, sem knúin er með segulafli, fór þá af sporinu þegar hún skall á viðgerðarvagni. Áætlað er að á fjórða tug farþega hafi verið um borð í lestinni en engan farþegalista er að finna þar sem um tilraunaferð var að ræða.

Ekki er vitað hvers vegna viðgerðarvagni var lagt á sporið um leið og lestin fór um. Lest af þessari gerð getur farið á allt að 450 kílómetra hraða en lestin sem fór af sporinu var á 200 kílómetra hraða þegar slysið varð. Sérfræðingar rannsaka nú slysstaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×