Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur nú byrt árlegan lista sinn í 400 ríkustu menn og konur Bandaríkjanna og að þessu sinni eru einvörðungu milljarðamæringar á listanum. Höfundur listans segir þetta í fyrsta sinn sem auður hvers og eins á listanum er að lágmarki einn milljarður bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 70 milljarða íslenskra króna.
Bill Gates er enn ríkasti Bandaríkjamaðurinn með jafnvirði tæpra fjögur þúsund milljarða króna í eignum og fé. Næstur honum er Warren Buffet sem er rúmum 700 milljónum króna fátækari. Heildar eignir allra á listanum eru jafnvirði tæplega 90 þúsund milljarða.