Erlent

Kröfur um að aftökum verði frestað

Fjölmargir baráttumenn fyrir mannréttindum ætla að vaka á götum Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, í nótt og mótmæla aftöku þriggja herskárra kristinna manna á Súlavesí-eyju.

Fólkið var dæmt fyrir þátt sinn í morðum á sjötíu múslimum á eyjunni en á árunum 1998 til 2002 kom til harðra átaka trúarhópa þar sem kostuðu rúmlega þúsund manns, kristna sem múslima, lífið.

Mótmælendur hafa óskað eftir því að aftökunni verði frestað, mennirnir hafi ekki fengið ásættanlega meðferð sinna mála og brotið hafi verið á mannréttindum þeirra fyrir dómi.

Ekki er vitað með vissu hvar eða hvenær mennirnir verði teknir af lífi. Þó er talið að þeir verði dregnir fyrir aftökusveit rétt fyrir dögun í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×