Erlent

Pyntingar viðgangast enn í Írak

Pytingar eru að margra mati umfangsmeira og verra vandamál í Írak en þegar Saddam Hússein var þar forseti. Þetta segir segir Manfred Nowak, helsti sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn pyntingum.

Þau lík sem séu nú geymd í líkhúsum í Bagdad beri mörg hver merki hrottalegra pyntinga. Nowak segist byggja niðurstöður sínar á viðtölum við Íraka í Jórdaníu og krufningaskýrslum.

Hann hefur ekki komið til Íraks en vill kanna ástandið í eigin persónu. Það geti þó reynst erfitt þar sem ekki sé óhætt að yfirgefa Græna svæðið svokallaða, þar sem írösk stjórnvöld og Bandaríkjaher hafi bækistöðvar sínar í höfuðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×