Erlent

Kvartettinn styður skipan þjóðstjórnar

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og George Bush, Bandaríkjaforseti, hittust á fundi í New York í dag.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og George Bush, Bandaríkjaforseti, hittust á fundi í New York í dag. MYND/AP

Kvartettinn svokallaði, það er Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, styður hugmyndir um skipan palestínskrar þjóðstjórnar. Kvartettinn hefur komið að friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna og telur ákvörðun um sameiginlega stjórn Hamas- og Fatah-liða rétt skref í átt til friðar. Óbeinn fjárstuðningur verður veittur þar til þá og verður þá heimastjórn Hamas-liða sniðgengin á meðan.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, reynir nú hvað hann getur til að mynda þjóðstjórn með leiðtogum Hamas. Yfirlýsing kvartettsins kemur eftir fund Abbasar með Bush Bandaríkjaforseta í New York í dag þar sem leiðtogarnir sækja báðir 61. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×