Viðskipti erlent

Olíuverð hækkaði lítillega

Olíiuborpallur.
Olíiuborpallur. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar orðróms um að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, muni gera breytingar á framleiðslukvótum sínum með það fyrir augum að hækka olíuverð áður en eftirspurn eftir eldsneytis minnkar.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 42 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 63,75 bandaríkjadali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, hækkaði að sama skapi um 47 sent á ICE Futures markaðnum í Lundúnum í Bretlandi og fór í 63,80 dali á tunnu.

Á föstudag greindi OPEC frá því að líkur væru á að eftirspurn muni minnka meira en spáð hafði verið fyrir um á síðustu þremur mánuðum ársins. Spá greiningaraðilar því að OPEC muni gera draga úr framleiðslu á næstunni til að halda verðlagi á hráolíu stöðugu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×