Erlent

Kampusch fær skammarbréf

Hótunar- og skammarbréf streyma nú bæði til austurrísku stúlkunnar Natösju Kampusch og austurrískra fjölmiðla. Natasja slapp nýlega úr tíu ára prísund manns sem rændi henni þegar hún var átta ára gömul.

Skammarbréfin lúta meðal annars að því hversvegna hún hafi ekki reynt að flýja fyrr, til dæmis þegar hún fór með ræningja sínum á skíði. Fólk virðist lítið taka tillit til þess hverng andlegt ástand hennar hefur verið eftir að hafa verið rænt sem óhörðnuðu barni og haldið fanginni í kjallaraholu í mörg ár. Jafnvel fullorðið fólk hefur fengið Stokkhólmseinkennin, það er að verða háð ræningja sínum, eftir aðeins nokkra daga í prísund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×