Erlent

Vilja ekki Calderon sem forseta

Andres Manuel Lopez Obrador á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi.
Andres Manuel Lopez Obrador á fundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi. MYND/AP

Mörg hundruð þúsund stuðningsmenn vinstrimannsins Andres Manuels Lopez Obrador komu saman í miðborg Mexíkó-borgar í gærkvöldi til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í Mexíkó fyrr á þessu ári.

Lopez Obrador laut í lægra haldi fyrir hægrimanninum Felipe Calderon og var afar mjótt á mununum. Síðan þá hefur Lopez Obrador sagt svik í tafli.

Stuðningsmenn vinstrimannsins segjast ætla að standa á bak við hann í baráttunni við Calderon út kjörtímabilið og ekki viðurkenna hann sem næsta forseta. Ekki kom til átaka á mótmælafundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×