Óttast um öryggi páfa 16. september 2006 13:17 Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima. Í ræðu sinni í Háskólanum í Regensburg í Þýskalandi vitnaði páfi til orða Manuesl Paleologos annars, kristins keisara Austrómverska ríkisins á fjórtándu öld, þes efnis að Múhameð spámaður hefði aðeins fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Talsmaður páfagarðs hefur sagt að það hafi alls ekki verið ætlun páfa að móðga nokkrun og hefur páfagarður sent frá sér yfirlýsingu nú í morgun þar sem páfi segir að sér þyki miður að ræða sín hafi verið túlkuð sem móðgun við múslima. Hann virði alla þá sem aðhyllist múhameðstrú og vonar að múslimar skilji innihald ræðu sinnar. Áður höfðu talsmenn páfa sagt að hann hafi viljað efla samkennd meðal trúarhópa. Múslimar um allan heim eru æfir vegna ummælana og hafa fordæmt þau. Haft hefur verið eftir ónafngreindum heimildarmönnum í páfagarði í morgun að óttast sé um öryggi páfa vegna harðra viðbragða andlegra og veraldlegra leiðtoga múslima sem og almennings í löndum hins íslamska heims. Ekki dregur úr áhyggjum að eldsprengjum var varpað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og nótt. Smávægilegar skemmdir urðu á byggingunum. Samtökin sem hafa lýst árásunum á hendur sér segja þetta gert til að mótmæla ummælum páfa. Lítil spenna hefur verið milli múslima og kristinn á svæðinu en óttast er að uppúr kunni að sjóða nú. Kristnir eru í töluverðum minnihluta á landsvæði Palestínumanna, aðeins nokkrir tugir þúsunda af þeim þremur milljónum sem búa á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima. Í ræðu sinni í Háskólanum í Regensburg í Þýskalandi vitnaði páfi til orða Manuesl Paleologos annars, kristins keisara Austrómverska ríkisins á fjórtándu öld, þes efnis að Múhameð spámaður hefði aðeins fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Talsmaður páfagarðs hefur sagt að það hafi alls ekki verið ætlun páfa að móðga nokkrun og hefur páfagarður sent frá sér yfirlýsingu nú í morgun þar sem páfi segir að sér þyki miður að ræða sín hafi verið túlkuð sem móðgun við múslima. Hann virði alla þá sem aðhyllist múhameðstrú og vonar að múslimar skilji innihald ræðu sinnar. Áður höfðu talsmenn páfa sagt að hann hafi viljað efla samkennd meðal trúarhópa. Múslimar um allan heim eru æfir vegna ummælana og hafa fordæmt þau. Haft hefur verið eftir ónafngreindum heimildarmönnum í páfagarði í morgun að óttast sé um öryggi páfa vegna harðra viðbragða andlegra og veraldlegra leiðtoga múslima sem og almennings í löndum hins íslamska heims. Ekki dregur úr áhyggjum að eldsprengjum var varpað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og nótt. Smávægilegar skemmdir urðu á byggingunum. Samtökin sem hafa lýst árásunum á hendur sér segja þetta gert til að mótmæla ummælum páfa. Lítil spenna hefur verið milli múslima og kristinn á svæðinu en óttast er að uppúr kunni að sjóða nú. Kristnir eru í töluverðum minnihluta á landsvæði Palestínumanna, aðeins nokkrir tugir þúsunda af þeim þremur milljónum sem búa á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira