Erlent

Íranar ýja að viðræðum í kjarnorkudeilu

MYND/AP

Yfirrvöld í Frakklandi hafa staðfest að Íranar hafi gefið til kynna að þeir vilji hefja viðræður um það við Evrópusambandið að þeir hætti auðgun úrans. Frá þessu var greint skömmu fyrir hádegi.

Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lagt á það mikla áherslu að Íranar hætti auðguninni þar sem þeir telja að Íranar séu með því að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Því hafa Íranar staðfastlega neitað og segja kjarnorku unna í landinu í friðsamlegum tilgangi. Þá hafa þeir hafnað því að ræða við Vesturveldin um að hætta auðgun úrans gegn efnahagsaðstoð þar til nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×