Íbúar í Montreal slegnir 14. september 2006 19:00 Ein kona týndi lífi og 19 særðust, þar af sex lífshættulega, þegar hálf þrítugur maður hóf skothríð á nemendur í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Það var síðdegis í gær sem hinn 25 ára gamli Kimveer Gil hóf skothríð fyrir utan Dawson-menntaskólann í Montreal í Kanada. Hann gekk síðan inn í skólann og hélt áfram að skjóta á þá sem þar urðu á vegi hans. Námsmenn hlupu felmtri slegnir út úr skólanum þegar ljóst var að Gil hafði það eitt í huga að særa og myrða sem flesta. Lögreglumenn voru nærri vettvangi þegar ósköpin dundu yfir en voru að sinna öðru útkalli. Þeir óskuðu þegar eftir liðsauka og þustu á vettvang. Lögreglumenn skýldu sér bak við vegg við skólann og skiptust á skotum við manninn sem var þá staddur inni í matsalnum á annarri hæð. Lögregla fór varlega að manninum þar sem fjöldi nemenda var nálægt honum. Svo fór að lögregla skaut manninn til bana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bar hann á sér þrjú vopn en ekki er vitað hverrar gerðar. Ein byssan mun þó líkast til hafa verið sjálfvirk sökum þess hve árásarmaðurinn hleypti af mörgum skotum. Ein ung stúlka féll fyrir byssukúlu árásarmannsins og tuttugu særðust, þar af sex lífshættulega. Gil hélt út vefsíðu sem var helguð svokallaðri goth-menningu og -tísku. Þar voru birtar myndir af honum gráum fyrir járnum. Á síðunni kallaði Gil sig "Engil dauðans". Atburðir gærdagsins vekja slæmar minningar hjá mörgum íbúum í Montreal. Þar voru framin verstu fjöldamorð í sögu Kanada fyrir tæpum sautján árum. Þá skaut byssumaðurinn Marc Lepine 14 nemendur í stúlknaskóla til bana í desember 1989 áður en hann svipti sig lífi. Erlent Fréttir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Ein kona týndi lífi og 19 særðust, þar af sex lífshættulega, þegar hálf þrítugur maður hóf skothríð á nemendur í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Það var síðdegis í gær sem hinn 25 ára gamli Kimveer Gil hóf skothríð fyrir utan Dawson-menntaskólann í Montreal í Kanada. Hann gekk síðan inn í skólann og hélt áfram að skjóta á þá sem þar urðu á vegi hans. Námsmenn hlupu felmtri slegnir út úr skólanum þegar ljóst var að Gil hafði það eitt í huga að særa og myrða sem flesta. Lögreglumenn voru nærri vettvangi þegar ósköpin dundu yfir en voru að sinna öðru útkalli. Þeir óskuðu þegar eftir liðsauka og þustu á vettvang. Lögreglumenn skýldu sér bak við vegg við skólann og skiptust á skotum við manninn sem var þá staddur inni í matsalnum á annarri hæð. Lögregla fór varlega að manninum þar sem fjöldi nemenda var nálægt honum. Svo fór að lögregla skaut manninn til bana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bar hann á sér þrjú vopn en ekki er vitað hverrar gerðar. Ein byssan mun þó líkast til hafa verið sjálfvirk sökum þess hve árásarmaðurinn hleypti af mörgum skotum. Ein ung stúlka féll fyrir byssukúlu árásarmannsins og tuttugu særðust, þar af sex lífshættulega. Gil hélt út vefsíðu sem var helguð svokallaðri goth-menningu og -tísku. Þar voru birtar myndir af honum gráum fyrir járnum. Á síðunni kallaði Gil sig "Engil dauðans". Atburðir gærdagsins vekja slæmar minningar hjá mörgum íbúum í Montreal. Þar voru framin verstu fjöldamorð í sögu Kanada fyrir tæpum sautján árum. Þá skaut byssumaðurinn Marc Lepine 14 nemendur í stúlknaskóla til bana í desember 1989 áður en hann svipti sig lífi.
Erlent Fréttir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira