Breska póstþjónustan tilkynnti í gær að frægustu plötuumslög Bítlanna myndu skreyta nýja röð frímerkja sem gefin verður út í janúar.
Meðal annars munu framhliðar Sgt Peppers lonely hearts club band og Abbey Road prýða bresk bréf á næsta ári, auk andlitsmynda af Bítlunum sjálfum, hverjum fyrir sig.