Óttast árásir á Bandaríkin 10. september 2006 19:30 Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Á morgun eru fimm ár frá hryðjuverkárásunum á New York og Washington. Síðan þá hefur vegatálmum veirð komið fyrir við lang flestar opinberar byggingar í Bandaríkjunum. Sprengjuleitarhundar má sjá við helstu kennileiti í stærstu borgum landsins og öryggisgæsla hert víða, einna helst á flugvöllum. Auknu fé er varið til að tryggja öryggi borgaranna en kannanir sýna að flestir Bandaríkjamenn telja sig síður en svo nægilega örugga. Fréttir af fyrirætlunum hryðjuverkamanna um að sprengja flugvélar á leið milli Bretlands og Bandríkjanna í loft upp sýni að hryðjuverkamenn séu enn að skipuleggja ný ódæði. Löggæslu- og leyniþjónustumenn í Bandaríkjnum segja ekki hægt að sjá fyrir allar árásir og koma þar með í veg fyrir þær. Heimavarnarráðuneytið þar í landi leggi hins vegar allt sitt fram til að koma í veg fyrir alvarlegar árásir. Í nýrri skýrslu RAND ráðgjafarfyrirtækisins, sem birt var í síðasta mánuði, var bent á töluverðar brotalamir í eftirliti með höfnum í Bandaríkjunum. Hætta væri á að hryðjuverkamenn nýttu sér það til að smygla kjarnorkuvopnum inn í landið. Í skýrslunni er farið yfir það hvernig hryðjuverkamenn gætu smyglað kjarnorkusprengju inn í Bandaríkin í gegnum höfnina í Long Beach í Kaliforníu. Það er mat skýrsluhöfunda að 60 þúsund íbúar í næsta nágrenni myndu þegar týna lífi ef tíu kílótonna kjarnorkusprengja yrði sprengd í gámi þar. 150 þúsund íbúar til viðbótar yrðu svo fyrir alvarlegri geislun. Tom Ridge, fyrrverandi heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, segir hættuna á hryðjuverkum alltaf verða fyrir hendi. Erlent Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Á morgun eru fimm ár frá hryðjuverkárásunum á New York og Washington. Síðan þá hefur vegatálmum veirð komið fyrir við lang flestar opinberar byggingar í Bandaríkjunum. Sprengjuleitarhundar má sjá við helstu kennileiti í stærstu borgum landsins og öryggisgæsla hert víða, einna helst á flugvöllum. Auknu fé er varið til að tryggja öryggi borgaranna en kannanir sýna að flestir Bandaríkjamenn telja sig síður en svo nægilega örugga. Fréttir af fyrirætlunum hryðjuverkamanna um að sprengja flugvélar á leið milli Bretlands og Bandríkjanna í loft upp sýni að hryðjuverkamenn séu enn að skipuleggja ný ódæði. Löggæslu- og leyniþjónustumenn í Bandaríkjnum segja ekki hægt að sjá fyrir allar árásir og koma þar með í veg fyrir þær. Heimavarnarráðuneytið þar í landi leggi hins vegar allt sitt fram til að koma í veg fyrir alvarlegar árásir. Í nýrri skýrslu RAND ráðgjafarfyrirtækisins, sem birt var í síðasta mánuði, var bent á töluverðar brotalamir í eftirliti með höfnum í Bandaríkjunum. Hætta væri á að hryðjuverkamenn nýttu sér það til að smygla kjarnorkuvopnum inn í landið. Í skýrslunni er farið yfir það hvernig hryðjuverkamenn gætu smyglað kjarnorkusprengju inn í Bandaríkin í gegnum höfnina í Long Beach í Kaliforníu. Það er mat skýrsluhöfunda að 60 þúsund íbúar í næsta nágrenni myndu þegar týna lífi ef tíu kílótonna kjarnorkusprengja yrði sprengd í gámi þar. 150 þúsund íbúar til viðbótar yrðu svo fyrir alvarlegri geislun. Tom Ridge, fyrrverandi heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, segir hættuna á hryðjuverkum alltaf verða fyrir hendi.
Erlent Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira