Javier Solana, utanríkisrmálastjóri Evrópusambandsins, og Ari Larijani, aðal samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segja fundi sína í Vínarborg í dag og í gær hafa skilað nokkrum árangri. Þeir hafi verið uppbyggilegir.
Stjórnvöld í Teheran hafa neitað því að verða við kröfum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hætta auðgun úrans. Solana segir viðræðum verða framhaldið eftir helgi. Stjórnmálaskýrendur segja þessa fundaröð síðasta tækifæri Írana til að koma í veg fyrir refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar þeirra.