Mannskæð árás í Kabúl 8. september 2006 23:00 Hermenn á vettvangi í Kabúl í dag. MYND/AP Að minnsta kosti 16 manns féllu og fjölmargir særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt sendiráði Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Skömmu síðar komu herforingar Atlandshafsbandalagsins saman til fundar í Póllandi til að ræða fjölgun í fjölþjóðlegu herliði í Afganistan. Á sama tíma og herforingjarnir funduðu í Varsjá ræddust við þeirJaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem fjölgun í herliðinu bar einnig á góma. Hæstráðandi hershöfðingi NATO í Afganistan fór þess á leit í gær við ríki bandalagsins að þau fjölguðu í herliði sínu því Talíbanar hafi gert fjölmargar mannskæðar árásir á herlið síðustu daga og vikur. Árásirnar hafi ekki verið fleiri eða skæðari síðan Talíbönum var komið frá völdum árið 2001. Um það bil tuttugu þúsund hermenn á vegum NATO eru nú í Afganistan og álíka margir á vegum Bandaríkjamanna. Árásin í dag er með þeim mannskæðustu sem orðið hafa síðustu vikur. 16 féllu og um 30 særðust. Bílsprengjan sprakk þar sem bílalest Bandaríkjahers fór um nálægt sendiráðinu. Háttsettir herforingjar segja átökin í Afganistan nú orðin mun skæðari en í Írak. Fjölmargar sprengjuárásir hafa verið gerðar í Afganistan síðustu vikur en fátítt er að jafn öflugar sprengjur springi í miðborg Kabúl. Hernaðarsérfræðingar segja það muni reynast Atlandshafsbandalagsríkjum erfitt að finna viðbótar hermenn til að senda til Afganistan þar sem þegar sé teygt um of á hernaðargetu flestra ríkjanna. Herlið NATO tók við stjórn herliðsins í Afganistan úr höndum Bandaríkjamanna í júlí. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Að minnsta kosti 16 manns féllu og fjölmargir særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt sendiráði Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Skömmu síðar komu herforingar Atlandshafsbandalagsins saman til fundar í Póllandi til að ræða fjölgun í fjölþjóðlegu herliði í Afganistan. Á sama tíma og herforingjarnir funduðu í Varsjá ræddust við þeirJaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem fjölgun í herliðinu bar einnig á góma. Hæstráðandi hershöfðingi NATO í Afganistan fór þess á leit í gær við ríki bandalagsins að þau fjölguðu í herliði sínu því Talíbanar hafi gert fjölmargar mannskæðar árásir á herlið síðustu daga og vikur. Árásirnar hafi ekki verið fleiri eða skæðari síðan Talíbönum var komið frá völdum árið 2001. Um það bil tuttugu þúsund hermenn á vegum NATO eru nú í Afganistan og álíka margir á vegum Bandaríkjamanna. Árásin í dag er með þeim mannskæðustu sem orðið hafa síðustu vikur. 16 féllu og um 30 særðust. Bílsprengjan sprakk þar sem bílalest Bandaríkjahers fór um nálægt sendiráðinu. Háttsettir herforingjar segja átökin í Afganistan nú orðin mun skæðari en í Írak. Fjölmargar sprengjuárásir hafa verið gerðar í Afganistan síðustu vikur en fátítt er að jafn öflugar sprengjur springi í miðborg Kabúl. Hernaðarsérfræðingar segja það muni reynast Atlandshafsbandalagsríkjum erfitt að finna viðbótar hermenn til að senda til Afganistan þar sem þegar sé teygt um of á hernaðargetu flestra ríkjanna. Herlið NATO tók við stjórn herliðsins í Afganistan úr höndum Bandaríkjamanna í júlí.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira