Schumacher verður með fulla einbeitingu 7. september 2006 21:30 Michael Schumacher og Fernando Alonso verða í eldlínunni á Ítalíu á sunnudaginn NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher verði með 100% einbeitingu í Ítalíukappakstrinum á Monza á sunnudaginn, þó tilkynnt verði eftir keppnina hverjir ökumenn Ferrari verði á næsta keppnistímabili - en þá kemur formlega í ljós hvort hinn sigursæli Þjóðverji leggur stýrið á hilluna eða heldur áfram að keppa á næsta tímabili. "Michael mun verða með alla sína einbeitingu í keppninni, því hann er löngu búinn að gera það upp við sig hvort hann ætlar að halda áfram að keppa eða setjast í helgan stein," sagði Spánverjinn ungi. "Hann mun tilkynna ákvörðun sína á sunnudaginn og það mun ekki breyta einu eða neinu um frammistöðu hans um helgina eða það sem eftir lifir tímabils. Við viljum vinna - þeir vilja vinna - ákvörðun hans breytir engu," sagði Alonso, en hætt er við því að sjálfur kappaksturinn gæti á tíðum fallið í skuggann af ákvörðun Schumacher. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher verði með 100% einbeitingu í Ítalíukappakstrinum á Monza á sunnudaginn, þó tilkynnt verði eftir keppnina hverjir ökumenn Ferrari verði á næsta keppnistímabili - en þá kemur formlega í ljós hvort hinn sigursæli Þjóðverji leggur stýrið á hilluna eða heldur áfram að keppa á næsta tímabili. "Michael mun verða með alla sína einbeitingu í keppninni, því hann er löngu búinn að gera það upp við sig hvort hann ætlar að halda áfram að keppa eða setjast í helgan stein," sagði Spánverjinn ungi. "Hann mun tilkynna ákvörðun sína á sunnudaginn og það mun ekki breyta einu eða neinu um frammistöðu hans um helgina eða það sem eftir lifir tímabils. Við viljum vinna - þeir vilja vinna - ákvörðun hans breytir engu," sagði Alonso, en hætt er við því að sjálfur kappaksturinn gæti á tíðum fallið í skuggann af ákvörðun Schumacher.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira