Sálin og Gospelkór með stórtónleika 29. ágúst 2006 18:00 Sálaraðdáendur láta sig sjálfsagt ekki vanta á stórtónleika sveitarinnar í Laugardalshöllinni um miðjan næsta mánuð. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns blæs til stórtónleika í Laugardalshöllinni föstudaginn 15. september. Þar mun hin lífseiga poppsveit troða upp með fulltingi Gospelkórs Reykjavíkur, auk þess sem sveitinni verða til aðstoðar nokkrir aukahljóðfærarleikarar. Á efnisskránni verða valin lög úr söngvasafni Sálarinnar, en einnig verður frumflutt glænýtt efni úr smiðju Sálverja. Öll lögin verða útsett sérstaklega með hliðsjón af hinum rómaða kór, sem annálaður er fyrir innblástur og kraftmikla túlkun. Þetta verður sannarlega einstakt tækifæri fyrir hina fjölmörgu Sálaráhangendur, sem og unnendur gospel-skotinnar tónlistar, en eftir því sem næst verður komið, er þetta í fyrsta skipti sem íslensk poppsveit ruglar saman reytum við fullveðja gospelkór með þessum hætti. Segja má að tónleikarnir séu óbeint framhald af fyrri "hliðarskrefum" Sálarinnar, sem hefur á síðustu árum m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og sett upp frumsaminn söngleik. Höllin verður alsett sætum og miðamagn því nokkuð takmarkað. Miðasala hófst á föstudaginn og gengur vel, en aðeins nokkur hundruð sæti eru nú óseld. Höllinni verður eins og jafnan skipt niður í tvö svæði, eða verðbil, A-svæði (5.000 kr.) og B-svæði (4.000 kr.). Miðar eru seldir á stöðvum Esso á Ártúnshöfða og í Fossvogi, í Skífunni, BT og hjámiða.is. Þetta verður einstakur tónlistarviðburður sem unnendur íslenskrar popptónlistar skyldu ekki láta fram hjá sér fara. Engu verður til sparað til að gera tónleikana sem glæsilegasta og notast verður við fullkomnasta hljóð- og ljósabúnaði sem völ er á hérlendis. Þeir sem ekki eiga heimangengt þann 15. september geta huggað sig við það, að tónleikarnir verða hljóð- og myndritaðir, en stefnt er að útgáfu í nóvember. Lífið Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns blæs til stórtónleika í Laugardalshöllinni föstudaginn 15. september. Þar mun hin lífseiga poppsveit troða upp með fulltingi Gospelkórs Reykjavíkur, auk þess sem sveitinni verða til aðstoðar nokkrir aukahljóðfærarleikarar. Á efnisskránni verða valin lög úr söngvasafni Sálarinnar, en einnig verður frumflutt glænýtt efni úr smiðju Sálverja. Öll lögin verða útsett sérstaklega með hliðsjón af hinum rómaða kór, sem annálaður er fyrir innblástur og kraftmikla túlkun. Þetta verður sannarlega einstakt tækifæri fyrir hina fjölmörgu Sálaráhangendur, sem og unnendur gospel-skotinnar tónlistar, en eftir því sem næst verður komið, er þetta í fyrsta skipti sem íslensk poppsveit ruglar saman reytum við fullveðja gospelkór með þessum hætti. Segja má að tónleikarnir séu óbeint framhald af fyrri "hliðarskrefum" Sálarinnar, sem hefur á síðustu árum m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og sett upp frumsaminn söngleik. Höllin verður alsett sætum og miðamagn því nokkuð takmarkað. Miðasala hófst á föstudaginn og gengur vel, en aðeins nokkur hundruð sæti eru nú óseld. Höllinni verður eins og jafnan skipt niður í tvö svæði, eða verðbil, A-svæði (5.000 kr.) og B-svæði (4.000 kr.). Miðar eru seldir á stöðvum Esso á Ártúnshöfða og í Fossvogi, í Skífunni, BT og hjámiða.is. Þetta verður einstakur tónlistarviðburður sem unnendur íslenskrar popptónlistar skyldu ekki láta fram hjá sér fara. Engu verður til sparað til að gera tónleikana sem glæsilegasta og notast verður við fullkomnasta hljóð- og ljósabúnaði sem völ er á hérlendis. Þeir sem ekki eiga heimangengt þann 15. september geta huggað sig við það, að tónleikarnir verða hljóð- og myndritaðir, en stefnt er að útgáfu í nóvember.
Lífið Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira