Neyðarástand vegna Ernesto 29. ágúst 2006 12:45 Bush Bandaríkjaforseti á ferð um svæðið fyrir tæpu ári. MYND/AP Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Íbúar á Flórída hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Margir hafa farið að þeim ráðleggingum og mynduðust langar raðir á bensínstöðvum og í verslunum í gær. Veðurfræðingar spá því að þegar Ernesto nái landi á Suður-Flórída í kvöld verði hann sterkur hitabeltisstormur, en svo gæti þó farið að hann verði orðinn fyrsta stigs fellibylur. Kona drukknaði þegar Ernesto fór yfir suðurströnd Haítí í gær. Fellibyljatímabilið á svæðinu í fyrra var það versta í sögunni og nú er ár frá því fellibylurinn Katrín reið yfir. Katrín myndaðist yfir Bahama-eyjum tuttugasta og þriðja ágúst í fyrra og fór þá yfir Suður-Flórída og mældist þá sem fyrsta stigs fellibylur. Urðu nokkrar skemmdir þar. Það var svo í Mexíkóflóa sem bylurinn sótti í sig veðrið og varð öflugasti fellibylur sögunnar. Eitthvað dró þó úr styrk Katrínar þegar hún náði landi í suð-austur Louisiana fyrir ári. Bylurinn eyrði litlu sem engu og olli miklum skemmdum í Mobile, Alabama, og Biloxi. Stíflugarðar brustu við New Orleans með þeim afleiðingum að áttatíu prósent borgarinnar fóru undir vatn. Áætlað er að kostnaður vegna skemmda eftir Katrínu nemi jafnvirði hátt í sex þúsund milljarða íslenskra króna. Hátt í tvö þúsund manns týndu lífi í veðurofsanum. Bush Bandaríkjaforseti kom til Biloxi í gær en hann heimsækir nú þau svæði sem verst urðu úti í bylnum. Hann telur ólíklegt að meira fé verði varið til endurbyggingar en því sem þegar hafi verið heitið. Stjórnvöld hafa eyrnamerkt jafnvirði sjö þúsund milljarða króna til endurbyggingar en aðeins tæpur helmingur þess fjár hefur borist. Bush segir það að líkast til taka mörg ár að koma lífi íbúa á svæðinu í samt horf á ný en að því verði unnið ötullega. Könnun sem gerð var meðal Bandaríkjamanna fyrr í mánuðinum sýnir að tveir þriðju þeirra eru enn ósáttir við það hvernig forsetinn og stjórnvöld héldu á málum eftir að bylurinn hafði riðið yfir. Erlent Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Íbúar á Flórída hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Margir hafa farið að þeim ráðleggingum og mynduðust langar raðir á bensínstöðvum og í verslunum í gær. Veðurfræðingar spá því að þegar Ernesto nái landi á Suður-Flórída í kvöld verði hann sterkur hitabeltisstormur, en svo gæti þó farið að hann verði orðinn fyrsta stigs fellibylur. Kona drukknaði þegar Ernesto fór yfir suðurströnd Haítí í gær. Fellibyljatímabilið á svæðinu í fyrra var það versta í sögunni og nú er ár frá því fellibylurinn Katrín reið yfir. Katrín myndaðist yfir Bahama-eyjum tuttugasta og þriðja ágúst í fyrra og fór þá yfir Suður-Flórída og mældist þá sem fyrsta stigs fellibylur. Urðu nokkrar skemmdir þar. Það var svo í Mexíkóflóa sem bylurinn sótti í sig veðrið og varð öflugasti fellibylur sögunnar. Eitthvað dró þó úr styrk Katrínar þegar hún náði landi í suð-austur Louisiana fyrir ári. Bylurinn eyrði litlu sem engu og olli miklum skemmdum í Mobile, Alabama, og Biloxi. Stíflugarðar brustu við New Orleans með þeim afleiðingum að áttatíu prósent borgarinnar fóru undir vatn. Áætlað er að kostnaður vegna skemmda eftir Katrínu nemi jafnvirði hátt í sex þúsund milljarða íslenskra króna. Hátt í tvö þúsund manns týndu lífi í veðurofsanum. Bush Bandaríkjaforseti kom til Biloxi í gær en hann heimsækir nú þau svæði sem verst urðu úti í bylnum. Hann telur ólíklegt að meira fé verði varið til endurbyggingar en því sem þegar hafi verið heitið. Stjórnvöld hafa eyrnamerkt jafnvirði sjö þúsund milljarða króna til endurbyggingar en aðeins tæpur helmingur þess fjár hefur borist. Bush segir það að líkast til taka mörg ár að koma lífi íbúa á svæðinu í samt horf á ný en að því verði unnið ötullega. Könnun sem gerð var meðal Bandaríkjamanna fyrr í mánuðinum sýnir að tveir þriðju þeirra eru enn ósáttir við það hvernig forsetinn og stjórnvöld héldu á málum eftir að bylurinn hafði riðið yfir.
Erlent Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira