Syrgir mannræningja sinn 28. ágúst 2006 19:30 Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Natascha fannst á ráfi í garði í Vín í síðustu viku en daginn áður hafði hún sloppið frá mannræningjanum, Wolfgang Priklopil. Síðan þá hefur hún ekki komið fram opinberlega eða veitt viðtöl. Það var svo í dag sem Max Friedrich, sálfræðingur hennar, las yfirlýsingu frá henni á blaðamannafundi. Þar segist hún gera sér grein fyrir því að fólk fylltist óhug yfir því sem fyrir hana kom og spyrði hvernig það gæti hafa gerst. Hún ætli sér hins vegar ekki að svara spurningum þar sem farið verði út smáatriði. Í yfirlýsingunni segir hún herbergið sitt litla hafa verið hennar og ekki ætlunin að aðbúnaður þar kæmi fyrir almennings sjónir. Hún segir daglegt líf sitt hafa verið vel skipulagt. Hún hafi oftast borðað morgunmat með Priklopil. Síðan hafi hún unnið húsverk, lesið bækur, horft á sjónvarp og eldað. Priklopil hafi lítið sem ekkert unnið meðan hún var í haldi hjá honum. Hún neitar því að hafa kallað Priklopil meistara sinn þó hann hafi viljað það. Hún segir meðferðina á sér hafa verið misjafna. Einn dag hafi hann komið vel fram við hana en annan ekki. Síðan bað hún fjölmiðla um að láta sig í friði og sagði langt í það að hún gæti talað opinberlega um raunir sínar. Natascha er sögð þjást af Stokhólm-heilkennum, sem lýsa sér í því að gíslar taka mannræningja sína í sátt og mynda ákveðin tengsl við þá. Þegar lögregla greindi Natöschu frá því að Priklopil hefði svipt sig lífi eftir að hún slapp frá honum mun hún hafa grátið óstjórnlega. Hún er sögð syrgja hann. Foreldrar Natöschu, sem hafa skilið, eru ósáttir við að hafa ekki fengið að hitta hana. Lögregla segir það ekki bannað en hún hafi sjálf óskað eftir því að vera flutt á öruggan stað, fjarri þeim. Þar fái hún meðferð hjá geðlæknum. Erlent Fréttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Natascha fannst á ráfi í garði í Vín í síðustu viku en daginn áður hafði hún sloppið frá mannræningjanum, Wolfgang Priklopil. Síðan þá hefur hún ekki komið fram opinberlega eða veitt viðtöl. Það var svo í dag sem Max Friedrich, sálfræðingur hennar, las yfirlýsingu frá henni á blaðamannafundi. Þar segist hún gera sér grein fyrir því að fólk fylltist óhug yfir því sem fyrir hana kom og spyrði hvernig það gæti hafa gerst. Hún ætli sér hins vegar ekki að svara spurningum þar sem farið verði út smáatriði. Í yfirlýsingunni segir hún herbergið sitt litla hafa verið hennar og ekki ætlunin að aðbúnaður þar kæmi fyrir almennings sjónir. Hún segir daglegt líf sitt hafa verið vel skipulagt. Hún hafi oftast borðað morgunmat með Priklopil. Síðan hafi hún unnið húsverk, lesið bækur, horft á sjónvarp og eldað. Priklopil hafi lítið sem ekkert unnið meðan hún var í haldi hjá honum. Hún neitar því að hafa kallað Priklopil meistara sinn þó hann hafi viljað það. Hún segir meðferðina á sér hafa verið misjafna. Einn dag hafi hann komið vel fram við hana en annan ekki. Síðan bað hún fjölmiðla um að láta sig í friði og sagði langt í það að hún gæti talað opinberlega um raunir sínar. Natascha er sögð þjást af Stokhólm-heilkennum, sem lýsa sér í því að gíslar taka mannræningja sína í sátt og mynda ákveðin tengsl við þá. Þegar lögregla greindi Natöschu frá því að Priklopil hefði svipt sig lífi eftir að hún slapp frá honum mun hún hafa grátið óstjórnlega. Hún er sögð syrgja hann. Foreldrar Natöschu, sem hafa skilið, eru ósáttir við að hafa ekki fengið að hitta hana. Lögregla segir það ekki bannað en hún hafi sjálf óskað eftir því að vera flutt á öruggan stað, fjarri þeim. Þar fái hún meðferð hjá geðlæknum.
Erlent Fréttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira