Nico Muhly - Speaks Volumes 24. ágúst 2006 18:30 Ný íslensk hljómplötuútgáfa, Bedroom Community gefur út sína fyrstu afurð, plötuna Speaks Volumes eftir Bandaríska tónskáldið Nico Muhly sem búsettur er í New York. Nico Muhly útskrifaðist frá tónsmíðadeild Juilliard og hefur þegar á 25. aldursári vakið mikla athygli þeirra sem hafa fingur á púlsi ný-klssískrar tónlistar, en verk hans eru flutt reglulega beggja vegna Atlantshafsins. Speaks Volumes er unnin í nánu samstarfi við Valgeir Sigurðsson og er jafnframt fyrsta útgáfan undir nýstofnuðu merki hans Bedroom Community, en leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Valgeir vann að plötu Bjarkar, Medúlla, í New York. Nico var þá fenginn til að leika á píanó og aðstoðaði hann síðar við útsetningar á tónlistinni í kvikmyndinni Drawing Restraint 9 - og sú hugmynd kviknaði fljótlega að vinna saman að hljómplötu með verkum Nicos. Þá fékk Valgeir Nico einnig til liðs við sig við strengjaútsetningar fyrir væntanlega plötu Bonnie 'Prince' Billy, sem hann stjórnaði upptökum á fyrir skemmstu. Nico hefur síðust ár unnið náið með hinu þekkta bandaríska tónskáldi Philip Glass, sem útsetjari kvikmynda- og sviðstónlistar, auk þess að hafa skrifað útsetningar fyrir Antony (úr Antony and the Johnssons), en Antony er einn þeirra flytjenda sem leggja Nico lið á Speaks Volumes. Af framangreindu má merkja að tónlist Nico Muhly hefur breiða skýrskotun en Speaks Volumes skartar 7 kammer verkum sem byggja oft á einu lykilhljóðfæri (selló, marimba, píanó, fiðla, klarínett, lágfiðla..) og Valgeir og Nico nýta sér óravíddir hljóðvers-tækninnar til að varpa nýju ljósi á hljóðheim þessara hefðbundnu hljóðfæra, þar sem áhersla er lögð á óvenju mikla 'nálægð' hljómsins. Þannig hefst platan á "Clear Music", verki sem skrifað er fyrir selló- studdu af hörpu og selestu, en loka verkið "Keep In Touch" er einskonar dúett fyrir lágfiðlu og einstaka rödd Antonys, umvafinn veigamiklum undirleik . Þrátt fyrir að Nico vinni tónsmíðar sínar á hefðbundinn máta, (með blaði og penna) eru verkin á Speaks Volumes ekki endilega skrifuð eða unnin útfrá því að hægt sé að flytja þau á tónleikum líkt og um nítjándu aldar klassík væri að ræða, en nokkur hafa þó verið flutt nú þegar í New York við góðan orðstír og er stefnan tekin á tónleika í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina síðar á árinu. Lífið Menning Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Ný íslensk hljómplötuútgáfa, Bedroom Community gefur út sína fyrstu afurð, plötuna Speaks Volumes eftir Bandaríska tónskáldið Nico Muhly sem búsettur er í New York. Nico Muhly útskrifaðist frá tónsmíðadeild Juilliard og hefur þegar á 25. aldursári vakið mikla athygli þeirra sem hafa fingur á púlsi ný-klssískrar tónlistar, en verk hans eru flutt reglulega beggja vegna Atlantshafsins. Speaks Volumes er unnin í nánu samstarfi við Valgeir Sigurðsson og er jafnframt fyrsta útgáfan undir nýstofnuðu merki hans Bedroom Community, en leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Valgeir vann að plötu Bjarkar, Medúlla, í New York. Nico var þá fenginn til að leika á píanó og aðstoðaði hann síðar við útsetningar á tónlistinni í kvikmyndinni Drawing Restraint 9 - og sú hugmynd kviknaði fljótlega að vinna saman að hljómplötu með verkum Nicos. Þá fékk Valgeir Nico einnig til liðs við sig við strengjaútsetningar fyrir væntanlega plötu Bonnie 'Prince' Billy, sem hann stjórnaði upptökum á fyrir skemmstu. Nico hefur síðust ár unnið náið með hinu þekkta bandaríska tónskáldi Philip Glass, sem útsetjari kvikmynda- og sviðstónlistar, auk þess að hafa skrifað útsetningar fyrir Antony (úr Antony and the Johnssons), en Antony er einn þeirra flytjenda sem leggja Nico lið á Speaks Volumes. Af framangreindu má merkja að tónlist Nico Muhly hefur breiða skýrskotun en Speaks Volumes skartar 7 kammer verkum sem byggja oft á einu lykilhljóðfæri (selló, marimba, píanó, fiðla, klarínett, lágfiðla..) og Valgeir og Nico nýta sér óravíddir hljóðvers-tækninnar til að varpa nýju ljósi á hljóðheim þessara hefðbundnu hljóðfæra, þar sem áhersla er lögð á óvenju mikla 'nálægð' hljómsins. Þannig hefst platan á "Clear Music", verki sem skrifað er fyrir selló- studdu af hörpu og selestu, en loka verkið "Keep In Touch" er einskonar dúett fyrir lágfiðlu og einstaka rödd Antonys, umvafinn veigamiklum undirleik . Þrátt fyrir að Nico vinni tónsmíðar sínar á hefðbundinn máta, (með blaði og penna) eru verkin á Speaks Volumes ekki endilega skrifuð eða unnin útfrá því að hægt sé að flytja þau á tónleikum líkt og um nítjándu aldar klassík væri að ræða, en nokkur hafa þó verið flutt nú þegar í New York við góðan orðstír og er stefnan tekin á tónleika í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina síðar á árinu.
Lífið Menning Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira