Lífið kallar 24. ágúst 2006 15:30 Bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney kemur fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngur fimm sönglög eftir Grieg. FL-Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands, efna til styrktartónleika þann 9. september næstkomandi í Háskólabíói. Ágóði tónleikanna ásamt söfnunarfé mun renna til átaksverkefnis Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans Háskólasjúkrahúss, "Lífið kallar" en markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja. Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við mótun nýrrar lífssýnar í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem inntakið er lífsgleði. FL Group hefur markað þá stefnu að styðja verkefni er lúta að mannúð og menningu. Fyrr á þessu ári gerðu FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands með sér samstarfssamning til næstu fjögurra ára og er þar um veglegt framlag að ræða til menningar. Einn þáttur samstarfsins eru árlegir styrktartónleikar og þeir fyrstu verða helgaðir verkefninu "Lífið kallar." "FL Group hefur að þessu sinni ákveðið að leggja málefnum barna og unglinga sérstakt lið. Framtíð lands og þjóðar verður í höndum þeirra barna og unglinga sem nú alast upp. Því ber okkur skylda að huga að velferð þeirra og veita þeim stuðning til að njóta hæfileika sinna á sem flestum sviðum. Það er því mjög ánægjulegt að fyrstu styrktartónleikarnir séu haldnir til að styðja með markvissum hætti verkefnið "Lífið kallar". Það er von okkar að sem flestir landsmenn sjái sér fært að leggja þessu góða málefni lið", segir Smári S. Sigurðsson, stjórnarmaður í FL Group, sem hefur unnið að undirbúningi styrktartónleikana fyrir hönd félagsins. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar því einnig að geta látið meira til sín taka í samfélaginu og nú á þann hátt að leggja jafn brýnu málefni lið. Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 17.00 laugardaginn 9. september, mun bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney koma fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngja fimm sönglög eftir Grieg. Á efnisskránni verða einnig Roman Carnival eftir Hector Berlioz og ævintýrið um Scheherazade eftir Nicolai Rimsky-Korsakov. Barbara Bonney er í hópi eftirsóttustu söngkvenna heimsins og koma hennar hingað til lands er hvalreki á fjörur tónlistarunnenda og glæsileg byrjun á starfsárinu. Verði aðgöngumiða er stillt í hóf en þeim sem ekki eiga heimangengt á umræddum degi er bent á að þeir geta lagt málefninu lið með frjálsum framlögum inn á bankareikning: 0101-26-600600, kt 601273-0129 Miðasala hefst fimmtudaginn 24. ágúst á vef Sinfóníuhljómsveitar Ísands: sinfonia.is Lífið Menning Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
FL-Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands, efna til styrktartónleika þann 9. september næstkomandi í Háskólabíói. Ágóði tónleikanna ásamt söfnunarfé mun renna til átaksverkefnis Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans Háskólasjúkrahúss, "Lífið kallar" en markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja. Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við mótun nýrrar lífssýnar í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem inntakið er lífsgleði. FL Group hefur markað þá stefnu að styðja verkefni er lúta að mannúð og menningu. Fyrr á þessu ári gerðu FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands með sér samstarfssamning til næstu fjögurra ára og er þar um veglegt framlag að ræða til menningar. Einn þáttur samstarfsins eru árlegir styrktartónleikar og þeir fyrstu verða helgaðir verkefninu "Lífið kallar." "FL Group hefur að þessu sinni ákveðið að leggja málefnum barna og unglinga sérstakt lið. Framtíð lands og þjóðar verður í höndum þeirra barna og unglinga sem nú alast upp. Því ber okkur skylda að huga að velferð þeirra og veita þeim stuðning til að njóta hæfileika sinna á sem flestum sviðum. Það er því mjög ánægjulegt að fyrstu styrktartónleikarnir séu haldnir til að styðja með markvissum hætti verkefnið "Lífið kallar". Það er von okkar að sem flestir landsmenn sjái sér fært að leggja þessu góða málefni lið", segir Smári S. Sigurðsson, stjórnarmaður í FL Group, sem hefur unnið að undirbúningi styrktartónleikana fyrir hönd félagsins. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar því einnig að geta látið meira til sín taka í samfélaginu og nú á þann hátt að leggja jafn brýnu málefni lið. Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 17.00 laugardaginn 9. september, mun bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney koma fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngja fimm sönglög eftir Grieg. Á efnisskránni verða einnig Roman Carnival eftir Hector Berlioz og ævintýrið um Scheherazade eftir Nicolai Rimsky-Korsakov. Barbara Bonney er í hópi eftirsóttustu söngkvenna heimsins og koma hennar hingað til lands er hvalreki á fjörur tónlistarunnenda og glæsileg byrjun á starfsárinu. Verði aðgöngumiða er stillt í hóf en þeim sem ekki eiga heimangengt á umræddum degi er bent á að þeir geta lagt málefninu lið með frjálsum framlögum inn á bankareikning: 0101-26-600600, kt 601273-0129 Miðasala hefst fimmtudaginn 24. ágúst á vef Sinfóníuhljómsveitar Ísands: sinfonia.is
Lífið Menning Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira