Viðskipti erlent

Olíuverð hækkaði um dal

Olíuborpallur.
Olíuborpallur.

Hráolíuverð hækkað að jafnaði um einn bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sögð vera tilraunaskot Írana með skammdræg flugskeyti á laugardag.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 85 sent í rafrænum viðskiptum skömmu fyrir opnun markaða í New York í Bandaríkjunum, og fór í 71,99 dali á tunnu.

Þá hækkaði verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður í október, um 1,19 dali í rafrænum viðskiptum á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 73,34 dali á tunnu.

Íran, sem er fjórða stærsta olíuframleiðsluríki í heimi, á yfir höfði sér viðskiptabann frá hendi Sameinuðu þjóðanna hætti stjórnvöld landsins ekki auðgun úrans fyrir ágústlok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×