Erlent

Ólöglegur innflytjandi leitar hælis í kirkju

MYND/AP
Umsátursástand hefur skapast fyrir utan kirkju í Chicago í Bandaríkjunum þar sem kona sem komst ólöglega inn í landið hefur leitað hælis. Fulltrúar bandaríska innflytjendaeftirlitsins bíða fyrir utan kirkjuna en þeim er ætlað að fylgja henni aftur til Mexíkó. Stuðningmenn konunnar, Elviru Arellano, krefjast þess að yfirvöld fresti því að vísa að konunni úr landi. Ef það fáist ekki séu allar líkur til þess að yfirvöld sæki hana með valdi inn í kirkjuna. Konan heldur þar til ásamt sjö ára syni sínum sem er bandarískur ríkisborgari. Elvira hefur nokkrum sinnum komist ólöglega yfir landamærin síðan 1997 og frá árinu 2003 hafa yfirvöld þrisvar frestað því að vísa henni úr landi. Elvira segist vilja dvelja áfram í landinu til að tryggja syni sínum betra líf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×