Erlent

Heimsmet í spengingum

Breskir flugeldaáhugamenn settu í gærkvöld óvenjulegt heimsmet þegar þeir kveiktu í rúmlega 50 þúsund flugeldum á fimm sekúndum.

Margt smátt gerir eitt stórt eins og kom svo sannarlega í ljós þegar Bretarnir kveiktu í 56.145 rakettum af ýmsum stærðum. Þegar kviknaði í tundrinu var engu líkara en að heimsstyrjöld væri skollin á, svo mikill var gauragangurinn.

Starfsmenn Heimsmetabókar Guinness eiga reyndar eftir að staðfesta metið en það er nánast formsatriði þar sem einungis fjórar rakettur voru eftir ósprungnar þegar ósköpin voru yfirstaðin. Bretarnir héldu svo upp á velheppnaða heimsmetstilraun á viðeigandi hátt, með annarri flugeldasýningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×