Hariri harðorður 17. ágúst 2006 12:30 Assad, Sýrlandsforseti, fagnar stuðningsmönnum sínum. MYND/AP Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni. Saad Hariri, leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu, var ómyrkur í máli í morgun þegar hann ávarpaði mörg hundruð stuðningsmenn. Hann sagði sögu Ísraela svarta og fulla af harti og eyðileggingu. Ísraelar geti eyðilagt landið en ekki samstöðu Líbana. Hariri er sonur Rafik Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem var myrtur í fyrra. Hariri yngri fór hörðum orðum um ræðu Assads, Sýrlandsforseta, sem hann flutti fyrr í vikunni. Assad sakaði andstæðinga Sýrlendinga í Líbanon um að hafa lagt lag sitt við Ísraela. Þetta sagði Hariri aðeins sagt til að auka á deilur í Líbanon þar sem Sýrlendingar hafi haldið herliði í tuttugu og níu ár. Hann sagði ræðu Assads fela í sér hvatningu til uppreisnar. Líbanskir hermenn eru nú komnir suður fyrir Litani-ána margumtöluðu sem markar hernaðarlega mikilvæg mæri þess svæðis sem Ísraelar vilja hafa sem öryggissvæði fyrir norðan landamæri sín. Utanríkisráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að ísraelsher myndi draga sig til baka af helmingi þess svæðisins eftir því sem líbanski herinn nær þangað. Ísraelsmenn hafa þegar vikið fyrir friðargæsluliðum sem fyrir voru í Líbanon í svonefndum UNIFIL-sveitum á nokkrum stöðum og látið þeim eftir að tryggja frið, meðal annars í bænum Marjayoun, þar sem átök voru hörð. Frakkar hafa samþykkt að leiða 15 þúsund manna friðargæslulið til viðbótar sem ætlunin er að senda til Líbanons á næstu dögum og vikum. Þeir munu einnig leggja til vænan hluta þess liðs en enn er ekki fullvíst hvaða lönd önnur muni leggja til mannskap til friðargæsluliðanna. Þeir eru þó varkárir og vilja vera í sátt við alla aðila, ríkisstjórnirnar í Líbanon og Ísrael, sem og skæruliðasamtökin Hisbollah. Umfram allt vilja þeir forðast að dragast inn í blóðug átök sem gætu blossað upp ef þeir reyna að afvopna Hisbollah með valdi en að sama skapi má friðargæsluliðið ekki verða máttlausir áhorfendur ef það hefur ekki heimild til beitingar vopna ef með þarf. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni. Saad Hariri, leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu, var ómyrkur í máli í morgun þegar hann ávarpaði mörg hundruð stuðningsmenn. Hann sagði sögu Ísraela svarta og fulla af harti og eyðileggingu. Ísraelar geti eyðilagt landið en ekki samstöðu Líbana. Hariri er sonur Rafik Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem var myrtur í fyrra. Hariri yngri fór hörðum orðum um ræðu Assads, Sýrlandsforseta, sem hann flutti fyrr í vikunni. Assad sakaði andstæðinga Sýrlendinga í Líbanon um að hafa lagt lag sitt við Ísraela. Þetta sagði Hariri aðeins sagt til að auka á deilur í Líbanon þar sem Sýrlendingar hafi haldið herliði í tuttugu og níu ár. Hann sagði ræðu Assads fela í sér hvatningu til uppreisnar. Líbanskir hermenn eru nú komnir suður fyrir Litani-ána margumtöluðu sem markar hernaðarlega mikilvæg mæri þess svæðis sem Ísraelar vilja hafa sem öryggissvæði fyrir norðan landamæri sín. Utanríkisráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að ísraelsher myndi draga sig til baka af helmingi þess svæðisins eftir því sem líbanski herinn nær þangað. Ísraelsmenn hafa þegar vikið fyrir friðargæsluliðum sem fyrir voru í Líbanon í svonefndum UNIFIL-sveitum á nokkrum stöðum og látið þeim eftir að tryggja frið, meðal annars í bænum Marjayoun, þar sem átök voru hörð. Frakkar hafa samþykkt að leiða 15 þúsund manna friðargæslulið til viðbótar sem ætlunin er að senda til Líbanons á næstu dögum og vikum. Þeir munu einnig leggja til vænan hluta þess liðs en enn er ekki fullvíst hvaða lönd önnur muni leggja til mannskap til friðargæsluliðanna. Þeir eru þó varkárir og vilja vera í sátt við alla aðila, ríkisstjórnirnar í Líbanon og Ísrael, sem og skæruliðasamtökin Hisbollah. Umfram allt vilja þeir forðast að dragast inn í blóðug átök sem gætu blossað upp ef þeir reyna að afvopna Hisbollah með valdi en að sama skapi má friðargæsluliðið ekki verða máttlausir áhorfendur ef það hefur ekki heimild til beitingar vopna ef með þarf.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira