Erlent

Bandarísk flugvél látin lenda vegna óróa um borð

Vél United flugfélagsins bandaríska sem var á leið til Washington frá Lundúnum var látin lenda í Boston í dag vegna óróa um borð í vélinni. Kona sem var um borð mun hafa lent í útistöðum við áhöfn vélarinnar og fyrir vikið var ákveðið að leita í farangri um borð þegar vélinni hafði verið lent. Fregnir herma að konan hafi haft vaselín, skrúfjárn, eldspítur og blað þar sem á voru skrifaðar upplýsingar um al Qaeda hryðjuverkasamtökin um borð í vélina. Því hafa flugvallaryfirvöld í Boston hins vegar neitað. Hertar reglur um handfarangur banna allan vökva hvers konar og allt sem hægt er að nota sem vopn um borð í flugvélum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×