Erlent

Olía í sjóinn eftir loftárás Ísraela

Fimmtán þúsund tonn af olíu hafa lekið í sjóinn undan ströndum Líbanons eftir að Ísraelsher gerði loftárá á bæinn Byblos, sem stendur um þrjátíu og fimm kílómetrum norður af Beirút. Nokkrar sprengjur skullu á olíugeymslustöðvar þar í borg. Fiskimenn í Byblos hafa orðið að bíða með báta sína bundna við bryggju í rúman mánuð vegna þessa. Danskir sérfræðingar hafa verið sendir á vettvang til að aðstoða við að hreinsa upp olíuna og kenna Líbönum um leið að gera það sjálfir og verður búnaður fluttur milli hafna á strandlengjunni sem er um um hundrað og fimmtíu kílómetrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×