Erlent

Ariel Sharon hrakar

MYND/AP

Heilsa Ariels Sharons, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, fer enn versnandi samkvæmt læknum á sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur. Sharon hefur verið í dái í átta mánuði eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall í byrjun árs. Læknar segja heilastarfsemi hans hafa hrakað enn frekar og þá er hann einnig með lungnabólgu. Þeir vildu þó ekki segja hvort Sharon væri í lífshættu en viðurkenndu þó að hann þyrfti á fjölmörgum lyfjum að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×