Öryggisreglur gilda um alla flugfarþega 14. ágúst 2006 19:30 Það tekur á taugarnar að fljúga á milli landa þessa dagana. MYND/AP Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að þær kröfur sem gerðar hafa verið til flugfarþega á leið til Bretlands og Bandaríkjanna gildi nú um alla farþega þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu. Hættuástand hefur verið í gildi í Bretlandi frá því á fimmtudag en þá var greint frá því að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandarríkjanna. Á þriðja tug manna hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að málinu. John Reid, innnanríkisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi í morgun að enn væri mikil hætta á hryðjuverkaárás eða árásum en hættan væri ekki yfirvofandi. Hann hvatti landa sína til þess að vera á varðbergi. Um leið og viðbúnaðarstigi var breytt voru reglur um handfarangur í flugi rýmkaðar aðeins. Reglurnar taka gildi strax en verður ekki beitt fyrr en á morgun á stærstu flugvöllum Bretlands. Sýslumaðurinn og flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli hafa aftur á móti ákveðið að þær sértækur aðgerðir sem undanfarna daga hafa einungis beinst að farþegum til Bretlands og Bandaríkjanna munu framvegis eiga við um alla flugfarþega þar til annað verður ákveðið. Frá og með morgundeginum verður ekki er lengur leyfilegt að hafa meðferðis í handfarangri vökva, við vopnaleit þurfa allir farþegar að fara úr skóm sem verða gegnumlýstir. Farþegar á leið til Bandaríkjanna þurfa að gangast undir aukið eftirlit og þeir sem fljúga vestur um haf fá þann vökva sem keyptur er í sölubúðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottfararhlið. Undanþegið banninu er mjólk og matur fyrir ungabörn og nauðsynleg lyf að hámarki 240 ml. Af þessum sökum er mælst til þess að farþegar mæti til flugstöðvarinnar ekki síðar en tveimur klukkustundum fyrir áætlaða brottför vegna þeirra tafa sem þetta kann að valda. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að þær kröfur sem gerðar hafa verið til flugfarþega á leið til Bretlands og Bandaríkjanna gildi nú um alla farþega þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu. Hættuástand hefur verið í gildi í Bretlandi frá því á fimmtudag en þá var greint frá því að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandarríkjanna. Á þriðja tug manna hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að málinu. John Reid, innnanríkisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi í morgun að enn væri mikil hætta á hryðjuverkaárás eða árásum en hættan væri ekki yfirvofandi. Hann hvatti landa sína til þess að vera á varðbergi. Um leið og viðbúnaðarstigi var breytt voru reglur um handfarangur í flugi rýmkaðar aðeins. Reglurnar taka gildi strax en verður ekki beitt fyrr en á morgun á stærstu flugvöllum Bretlands. Sýslumaðurinn og flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli hafa aftur á móti ákveðið að þær sértækur aðgerðir sem undanfarna daga hafa einungis beinst að farþegum til Bretlands og Bandaríkjanna munu framvegis eiga við um alla flugfarþega þar til annað verður ákveðið. Frá og með morgundeginum verður ekki er lengur leyfilegt að hafa meðferðis í handfarangri vökva, við vopnaleit þurfa allir farþegar að fara úr skóm sem verða gegnumlýstir. Farþegar á leið til Bandaríkjanna þurfa að gangast undir aukið eftirlit og þeir sem fljúga vestur um haf fá þann vökva sem keyptur er í sölubúðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottfararhlið. Undanþegið banninu er mjólk og matur fyrir ungabörn og nauðsynleg lyf að hámarki 240 ml. Af þessum sökum er mælst til þess að farþegar mæti til flugstöðvarinnar ekki síðar en tveimur klukkustundum fyrir áætlaða brottför vegna þeirra tafa sem þetta kann að valda.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila