Erlent

Mikið mannfall í Kína eftir fellibyl

Mynd/AP
Hátt í hundrað manns eru sagðir hafa týnt lífi þegar fellibylurinn Saomai fór yfir suð austurhluta Kína í nótt og í morgun. Bylurinn er sagður sá kröftugasti sem þar hefur riðið yfir í hálfa öld. Ein og hálf milljón manna voru fluttir frá heimilum sínum áður en bylurinn skall á Zhejiang héraði í gærkvöldi og jafnaði hús við jörðu og hvolfdi skipum. Eitthvað hefur dregið úr styrk bylsins eftir því sem liðið hefur á morguninn en miklum rigningum og ofsaveðri er þó spáð á svæðinu fram eftir degi. Vindstyrkurinn var mestur tvö hundruð og sextán kílómetrar á klukkustund þegar bylurinn náði landi í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×