Erlent

Hlutabréfavísitölur lækka vegna hryðjuverkaógnar

Hryðjuverkaógnin í Bretlandi hefur áhrif á markaði víðsvegar um heiminn. Fram kemur á vef Glitnis að allar helstu hlutabréfavísitölur hafi lækkað og þá hlutabréf í evrópskum flugfélögum einna mest. Hlutabréf í British Airways lækkuðu um 5,2% í morgun, Lufthansa um 2,9% og Ryan Air um 4%. Olíuverð hefur fylgt lækkunum á hlutabréfamarkaði þar sem vegna hryðjuverkaógnar mun draga úr eftirspurn eftir flugvélabensíni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×